ICELANDIC

Forsendur verkefnisins


Velkomin/n á heimasíðu Erasmus+INTERGREN-verkefnisins. Árið 2020 var þessu verkefni hleypt af stokkunum í Frakklandi undir Erasmus+áætluninni 2014-2020. INTERGREN er samstarfsverkefni um fullorðinsfræðslu, KA2-  þverfaglegt samstarfs um nýsköpun, gagnkvæma upplýsingagjöf og gott verklag.   Verkefninu er stýrt af hópi átta samstarfsaðila, frá 7 löndum  og stendur yfir í 36 mánuði, eða fram til ágúst 2023. 

Tilgangur INTERGEN verkefnisins er að hanna og þróa einfalt, snjallt og skemmtilegt þjálfunarefni í fullorðinsfræðslu með það að markmiði að auka sérstaklega 

starfshæfni ákveðinna hópa í vaxandi samkeppni um störf á vinnumarkaði. Hóparnir sem hér um ræðir, eru 30 ára og yngri, og 55 ára og eldri, en rannsóknir sýna að 

þessir hópar eiga hvað erfiðast með að fóta sig á vinnumarkaði framtíðar. 

FRÉTTIR. Smelltu á slóðina hér að neðan til að komast á Facebook-aðgang verkefnisins þar sem nýjustu upplýsingar munu birtast.  https://www.facebook.com/Intergen-Erasmus-104833078005052 

Fyrirspurnir um verkefnið má senda á Facebook-slóðina hér að ofan eða hafa samband við INTERGEN aðildarfélaga á netfangi verkefnisins  info.intergenproject@aol.com 

Forsendur verkefnisins

Evrópusambandið stefnir að því, í gegnum Erasmus+ verkefnið, að byggja upp og auka starfshæfni fullorðinna, sem gæti veitt þeim trausta og skapandi atvinnu í umhverfi þar sem samkeppni er vaxandi. Sýnt hefur verið fram á, m.a. í gegnum endurmenntunarmiðstöðvar, að um það bil 20% Evrópubúa eiga í vandræðum er kemur að grunnmenntun, eins og lestri, skrift, stærðfræði ásamt notkun á stafrænum tækjum í hversdagslífinu. Skortur á hæfni á þessum sviðum er talið hafa bein áhrif á lífsgæði.

Þróun á sjálfvirkni og gervigreind hefur nú þegar haft mikil áhrif á ýmis störf. Talið er að það umhverfi muni vaxa gríðarlega á næstu 10 árum og þar með gætu allt að 50% láglauna starfa hverfa, þar sem mannshöndin víkur fyrir vélum. Einstaklingar með litla grunnmenntun gætu því staðið fram fyrir færri atvinnumöguleikum innan tíðar. Málin flækjast svo enn frekar þegar inn í myndina eru dregnar afleiðingar mismununar ýmisskonar, ungmennadýrkunar og þá ekki síst vegna Covid-19.

Það er mikilvægt fyrir einstaklinga að hafa atvinnu. Það skiptir máli vegna þess að fólk vill geta framfleytt sér og fjölskyldunni. Atvinna mótar jafnframt félagslega stöðu, veitir tækifæri til að mynda félagsleg tengsl, getur örvað sköpunargáfu og stuðlað að bættri sjálfsmynd einstaklinga.

Hugmyndin að INTERGEN kemur úr nokkrum áttum. Að hluta til frá umræðum sem sköpuðust á ráðstefnunni „Framtíð VET“ (e. Future of VET Conference) sem haldin var í Helsinki 11.-13. nóvember 2019, en þar voru m.a. kynntar niðurstöður úr verkefni, kallað Juniors & Seniors, sem unnið var á Íslandi á vegum Skref fyrir Skref. Þessu til viðbótar sýna fjölmargar rannsóknir fram á að fólk á öllum aldri, með litla grunnmenntun, á í mun meiri erfiðleikum með afla sér frekari menntunar til að komast í betri störf. Því má segja að ákveðin gjá eða bil sé milli þessara þessara einstaklinga og námsframboðs.

Í INTERGEN verkefninu er stefnt að því að þróa þjálfunarefni til þess að brúa þetta bil. Megin hugmyndin er sú að yngri og eldri aðilar, innan þessa markhóps, komi saman í ákveðinn tíma - til að fræða og þjálfa hvern annan og auka þannig samkeppnishæfni sína á vinnumarkaði. Báðir þessar hópar hafa mikilvæga þekkingu og reynslu sem sannarlega er gagnleg á vinnumarkaði framtíðar.

Verkefnið INTERGEN  hefst með því að greina betur rannsóknir og gögn þar sem fjallað er um þann vanda sem sem atvinnulausir einstaklingar gætu verið að glíma við.

Í framhaldi af því er stefnt að því að hanna þjálfunarefni, eins konar líkan eða aðferð, sem nefnt hefur verið INTERGEN BRÚIN. Með því að nota þetta líkan eða aðferð er verið að auka færni, skilning og getu einstaklinga í gegnum nám og þjálfun. Yngri og eldri, atvinnulausir einstaklingar, eru leiddir saman til að læra hver af öðrum og geta á þann hátt þróað með sér gagnkvæma virðingu, umburðarlyndi og skilning. Í gegnum þessa þjálfun verður lögð mikil áhersla á stafræna færni, samskipti, sveigjanleika og síðast en ekki síst frumkvöðlastarfsemi hverskonar. Með þessum áherslum er stefnt að því að byggja býr á milli ólíkra aldurshópa. 

Við hönnun á líkaninu/aðferðunum  verður tekið  mið af menningarlegum mun og sérþörfum samstarfsríkjanna svo það henti hverju ríki fyrir sig.

Fyrirhugað er að útbúa  aðgengilegt kennslu og þjálfunarefni fyrir atvinnumiðstöðvar, starfsþróunarstöðvar og leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu og fleiri stofnanir. Mælst er til að byggt verði á COP (Community of Practice model) til að koma líkaninu um INTERGEN BRÚNA til skila á áhugaverðan og gagnvirkan hátt, báðum hópum til gagns.

Auk þessa er áformað að þróa kennslulíkan til að auka starfshæfni beggja hópanna með því að innleiða nýstárlega jafningja aðferðafræði.

Að lokum, verður stefnt að því að útbúa námskeið á netinu til að tengja INTERGEN verkefnið við ESB þar sem t.d. væri hægt að nota svokallaða Europass ferilskrá til að sýna fram á starfsgetu og –kunnáttu fyrir væntanlega atvinnurekendur.

Á meðan á verkefninu stendur verðar framkvæmdar sex rannsóknir í sex samstarfslöndum, þar sem INTERGEN þjálfunarefnið verður prófað ítarlega. Þrjátíu þátttakendur úr hvorum markhóp taka þátt í þessum prófunum. Niðurstöðurnar verða opnar og tiltækar á tungumálum hinna sjö landa sem eru aðildarlönd verkefnisins. Einnig verður hægt að hlaða efninu niður af vefsíðu INTERGEN www. intergenproject.net

Stefnt er að því að áhrif verkefnisins gætu orðið margvísleg:

+Með því að hafa efnið aðgengilegt, einfalt og opið, gefst tækifæri fyrir fjölda samtaka og stofnana og atvinnurekenda til þess að nálgast og nýta efnið fyrir þá sem hafa minni menntun, á öllum aldri.

+Einstaklingar geta nýtt sér efnið til að auka, þekkingu, færni og hæfni.

+Líklegt er að þetta efni muni draga úr aldurstengdri mismunun í samfélögum og fordómafullum staðalímyndum

+Grunnhæfni og starfshæfni mun aukast sem er mikilvægt fyrir ferilskrá, m.a. til að öðlast greiðari aðgang að vinnumarkaði.

+ Atvinnurekendur gætu frekar valið úr hæfari umsækjendum og þannig styrkt samkeppnihæfni eigin fyrirtækja.

Aðaláherslan verður á atvinnulausa einstaklinga á aldrinum 18-30 ára og 50+ sem hafa litla menntun. Námsefnið mun einnig henta fleiri hópum fullorðinna og verða í boði fyrir aðrar þjóðir þótt þær séu ekki aðilar að verkefninu. Á þennan hátt eykst gildi verkefnis enn frekar.

Aðilar INTERGEN verkefnisins eru sannfærðir um að vandamál fullorðinna nemenda, við að sækja sér endurmenntun við hæfi, muni aukast verulega á komandi árum. COVID-19 heimsfaraldurinn hefur gert stöðuna enn verri. Vegna þessa er brýn nauðsyn á að þróa nýjar lausnir eins og þær sem stefnt er að hér og hefur verið útskýrt gaumgæfilega.

Með orðum Georg G. Lichtenber, „I cannot say whether things will gett better by change; what I can say is that they must change if they are to get better.“ Ég get ekki sagt hvort mál færast til betri vegar með breytingum; það sem ég get sagt er að breytingar verða að eiga sér stað til þess að kalla fram lagfæringar.

Þetta er það sem tekist verður á við í INTERGEN verkefninu. 

LINKS & TOOLBOX

Framleiðsla sem búin er til í INTERGEN verkefninu verður að hlaða niður að frjálsu og aðlöguð og notuð í framhaldinu.


Niðurhala :

Hönnun og þróun INTERGEN BRIDGE AÐFERÐAR

INTERGEN BRIDGE Handbók og uppeldisefni fyrir fullorðna kennara

INTERGEN BRIDGE leiðbeiningar og þjálfunaraðferðir fyrir fullorðinsfræðslu

INTERGEN námskeið á netinu fyrir aðgang að atvinnumörkum

Smelltu og fylltu út skráningarformið.


Þegar búið er að samþykkja skráningu þína færðu niðurhleðslutengil með tölvupósti.

INTERGEN Verkfæraskúr: Viðbótarupplýsingar um nám milli kynslóða fullorðinna

Smelltu á hlekkinn

INTERGEN skráningarform

Vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan til að skrá þig til að fá aðgang að INTERGEN verkefnum. Við munum svara skeytinu þínu strax.

INTERGEN-rekisteröintilomake

Share by: